Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006

Stefnir í stuð á Sólon!!

Já, nú verður stefnan tekin á Sólon á fimmtudagskvöldið þar sem við Rúnar munum reyna eftir fremsta megni að skemmta viðstöddum með söng og leik. Annars er það af mér að frétta að ég fékk að vita það að við fáum ekki íbúðina afhenta fyrr en 31. maí (mátti svo sem segja mér það sjálfur þar sem samið var um afhendingu í maí) :(
4

Victor í kvöld!

Vek athygli á því að ég mun ásamt Rúnari stórvini mínum halda uppi dúndrandi stemmningu á Café Victor í kvöld. 13.000 kippur í fötui á tilboði og súpa og salat á eftir. Mættu eða hættu............að vera vinur minn
4

Flest er hægt að nota til auglýsingar

í stuttu máli sagt: Silvía Nótt!!
hér!!!

yfirsvæfa dauðans!

Lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu í morgunn að vakna við það að pabbi stóð yfir rúminu að vekja mig. Kannski ekki svo skrítið þar sem við búum hjá þeim meðan við bíðum eftir íbúðinni okkar. En átti ekki alveg von á því að þessi aðstaða kæmi upp svona á gamalsaldri, þetta var nú ekkert óalgent í gegnum alla mína grunnskólagöngu og megnið af minni mjög svo stuttu viðdvöl á efri menntastigum skólakerfisins.  Allavega leið mér hálfpartinn eins og ég væri orðinn fimmtán ára aftur  og orðinn of seinn í þýskutíma.  Frekar óþægilegt.

4


Sniðugur vefur

www.garageband.com er sniðug síða fyrir tónlistarmenn og hljómsveitir sem vilja koma sér og tónlist sinni á framfæri. Tók mig til og setti upp eina slíka fyrir sjálfan mig sem er á slóðinni www.garageband.com/artist/ivg
nú er bara að bíða eftir símtalinu frá stóru plötuútgáfunum............. eða ekki ;)
4

Sumarfrí-rí-rí-rí

já, í fyrsta skipti í fleiri ár tók ég mér sumarfrí þessa vikuna til að vera með Nadíu vegna þess að leikskólinn er lokaður. Alveg magnað hvað nokkrir frídagar geta gert fyrir geðheilsuna. Ég hef líka nýtt tímann í smá hugmyndavinnu og virðist ég vera búinn að finna "æðina", þ.e.a.s. hugmyndirnar láta ekki á sér standa. Spurning um plötu á næstunni?
4

Bloggarar sameinist!!

í ljósi leti minnar óska ég hér með eftir því að þeir sem vilja fá link á bloggið sitt hér setji inn slóðina í commentin
takk, OG SKRIFA Í GESTABÓKINA!!!
4

Habba-labba-lúbba-lei

Tja, er þetta gott ???

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband