Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Brýr á lager

Tengdafaðir minn er skoðanaglaður maður og þrátt fyrir að hafa yfirleitt afar sterkar skoðanir á flestum málum og ekki alltaf þær jákvæðustu nær hann stöku sinnum að hitta naglann á höfuðið. Einhverju sinni þegar rætt var um kostnað við brúarsmíði í fréttunum flaug uppúr honum setningin "Af hverju er verið að standa í því að eyða fleiri tugum milljóna í að hanna hverja brú fyrir sig? af hverju er ekki hægt að eiga þessar brýr bara á lager, í forsteyptum einingum, 10, 20 og 30 metra?" Ég hef ekki alltaf verið sammála honum tengdaföður mínum þegar hann hefur tjáð sig um menn og málefni en þarna þykir mér hann hafa nokkuð til síns máls. Bruðlið og ruglið í ríkisrekstrinum er gífurlegt og virðist vegagerðin ekki fara varhluta af því.

Það er vitað mál að brýr og vegir á suðurlandi rofna með reglulegu millibili sökum hleypinga, er ekki kominn tími til að Vegagerðin taki upp kjörorð skátanna "Ávallt viðbúinn"?


mbl.is Vilja ræsishólka í ána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband