Bensínverð í U.S.A.

ég lagði þetta dæmi fram fyrir nokkrum dögum en ætla barasta að endurtaka mig hér:

meðalverð á Galloni af bensíni í Bandaríkjunum er $3,152 samkvæmt þessari síðu hér: http://tonto.eia.doe.gov/oog/info/gdu/gasdiesel.asp

Gallonið eru 3,7854118 Lítrar. Það gerir um það bil $0,836703 á lítra. Miðað við gengið á dollar í dag (01.12.2010) sem er 117 ISK.

Semsagt  97,97 krónur á lítrann !!!!!

HVERNIG STENDUR Á ÞESSU?? 


mbl.is Aukin álagning á eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

  •            Græðgi

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 7.12.2010 kl. 17:40

2 identicon

Ríkið.

GG (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 17:41

3 identicon

20 kr fara beint til ríkisins, svo er virðisaukaskattur upp á 24,5% sem reiknast á hvern lítra þegar búið er að bæta þessum 20 kr við, rest gæti verið hærra flutningsgjald, enda ekki ódýrt að senda skip hingað út í rassgatíbalaland á 10 daga fresti, og svo síðast en ekki síst álagning

andri (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 17:45

4 identicon

Eru ekki olíu barónarnir á Íslandi að hafa upp í jólabónusinn í ár?

 Ég mun keyra bara minna.. og fara að taka strætó meira .. hvorki Olíurisanir á Íslandi eða Steingrímur J fá fleiri krónur frá mér! Gef þeim bara fingurinn og vonandi gera fleiri það.

Þröstur (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 17:47

5 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Andri: Bandaríkin flytja líka mikið magn af olíu til landsins með skipum. Vinstri stjórn Obama er þar að auki búin að setja fáránlegar álögur á innflutta olíu til USA.

Siggi Lee Lewis, 7.12.2010 kl. 17:50

6 identicon

Flutningskostnaður er hverfandi, hugsanlega 10-12 kr á lítrann.

Það sem hér er að er hrikaleg skattlangning og gengdarlaus gróðafíkn. Enda fer um 120 krónur í ríkiskassann í einu eða öðru formi og 30-35 krónur í kassann hjá olíufélögunum...

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 17:51

7 identicon

Rétt, Óskar og Siggi.

Skv. frétt frá 11. nóv var álagning á bensín þá 30,3 kr.

http://www.visir.is/alagningin-a-bensin-eykst-milli-manada/article/2010747446603

GG (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 17:56

8 identicon

Sem bónus fer þetta beint inn í vísitöluna sem hækkar fasteignalánin okkar. Þökk sé hinni rammíslensku verðtryggingu. Allir sáttir? Á nokkuð að mótmæla í verki?

Hrúturinn (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 18:04

9 identicon

Er að mótmæla í verki, flutti til noregs og ætla aldrei að borga skatt eða kaupa bensín aftur á rassgatíbalalandi

Axel Arnason (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 19:09

10 identicon

Siggi Lee: Þegar að BNA flytja inn olíu þá koma skip þangað sem bera sennilega meira en ársinnflutning á þessu skeri sem við búum á, því að þannig minnkar flutningskostnaður per liter

andri (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband