Stefnum ekki íslenzkunni í hættu

aldrei hef ég heyrt talað um að mönnum sé "stofnað" í hættu...
þeim er þá frekar stefnt í hættu.

ritstjórnir fjölmiðla mega fara að vanda vinnubrögð sín og skima út leiðinda málfars- og hugsanavillur.

að öðrum kosti verður staðan sú að innan fárra ára verði þjóðin illa, nú eða bara alls ekki fær um að tjá sig á móðurmálinu.

mbk. íslenzkufasistinn


mbl.is „Stofnum ekki mönnum í hættu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mbl? Þetta er bein tilvitnjun í Önund, þetta eru hans orð.

+j til að pirra þig.

karl (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 14:58

2 Smámynd: Ingi Valur Grétarsson

Einhverveginn er það nú svo að þegar maður les það sem er ritað á þessum "virtasta" fréttamiðli landsins er engu líkara en flestar fréttirnar séu skrifaðar af nemendum í unglingadeildum barnaskóla landsins. Hvort viðmælandinn hafi mismælt sig eða bara hreinlega ekki vitað hvað hann var að láta út úr sér ætti ekki að hafa áhrif á skrif "fréttamannsins" sem auðvitað hefði átt að hafa vit á að leiðrétta greyið manninn svo lítið bæri á fyrir birtingu.

Ingi Valur Grétarsson, 2.5.2011 kl. 15:19

3 identicon

Að sjálfsögðu átti að leiðrétta málvillur lögreglumannsins. Hitt var líka fyndið að sjá einhverja Bakhöfn þarna. Greinilegt að blaðamaðurinn hefur ekki hugmynd um hvað hann er að skrifa.

Dabb (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband