Brýr á lager

Tengdafaðir minn er skoðanaglaður maður og þrátt fyrir að hafa yfirleitt afar sterkar skoðanir á flestum málum og ekki alltaf þær jákvæðustu nær hann stöku sinnum að hitta naglann á höfuðið. Einhverju sinni þegar rætt var um kostnað við brúarsmíði í fréttunum flaug uppúr honum setningin "Af hverju er verið að standa í því að eyða fleiri tugum milljóna í að hanna hverja brú fyrir sig? af hverju er ekki hægt að eiga þessar brýr bara á lager, í forsteyptum einingum, 10, 20 og 30 metra?" Ég hef ekki alltaf verið sammála honum tengdaföður mínum þegar hann hefur tjáð sig um menn og málefni en þarna þykir mér hann hafa nokkuð til síns máls. Bruðlið og ruglið í ríkisrekstrinum er gífurlegt og virðist vegagerðin ekki fara varhluta af því.

Það er vitað mál að brýr og vegir á suðurlandi rofna með reglulegu millibili sökum hleypinga, er ekki kominn tími til að Vegagerðin taki upp kjörorð skátanna "Ávallt viðbúinn"?


mbl.is Vilja ræsishólka í ána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi hugmynd hefur oft hvarflað að mér, en þá hefur mér hefur ætíð verið bent á að svona mannvirki skulu í útboð og þá eru arkitektar oft að hanna minnismerki um sjálfan sig. En því er ekki að neita hugmyndin er góð og vel framkvæmleg.

Kjartan (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 15:36

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Umhugsunarvert

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.7.2011 kl. 15:47

3 identicon

Mér finnst nú bara alveg fáránlegt að þeir aðilar sem eiga afkomu sína undir ferðaþjónustu alfarið komið má segja, hafi ekki sett á koppinn einhverskonar nefnd sem gæti hafa lagt á ráðin þegar svona ástand ríður yfir. Mér finnst það eitt verulega ábótavant og óábyrgt þegar fólk er með jafnvel allt sitt í húfi.

Það er nú ekkert nýtt að það séu virk eldfjöll þarna í kring og vitað mál að Katla gýs einn daginn. Hvað á svo að gera í sambandi við ferðaþjónustuna á þessum slóðum þegar að Katla gýs svo fyrir alvöru og mannvirki jafnvel í hættu ?

Ég tek ofan af fyrir þessu baráttufólki en stundum má líka skoða sér nær og hugsa lengra fram í tíman en bara til næsta sumars með planlagningu og framtíðarhorfur og jafnvel fá ríkið með sér í vinnslu á þessari yfirvofandi hættu.

En gleymum ekki að þessi eldgos hafa líka til þess unnið að umfjöllun um Ísland og vitneskja um landið hefur margfaldast, og vonandi skilar þetta umtal einhverju inn til langstíma litið sem hjálpar þessu baráttufólki að rétta aftur úr kútnum.

Hanna (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband