Mikið er nú mergjað allt þetta tækjarusl í dag. Hvert sem maður fer er boðið uppá þráðlaust internet þar sem maður getur sest niður innan um fullt af fólki og sökkt sér niður í fartölvuna og þarf ekki að yrða á nokkurn mann, nema kannski í gegnum MSN. Guð forði okkur frá því að hitta annað fólk og eiga notalegar samræður augliti til auglitis. Ég ætti nú kannski að blammera þetta sem minnst, sit inná kaffihúsi akkúrat núna með tölvuna og stari stjarfur á skjáinn eins og dáleiddur.
En, þegar einni kúnni er mál.................
Athugasemdir
þá drullar haninn.
Ingvar Valgeirsson, 16.5.2007 kl. 11:58
...þegar einum kúnna er mál þá...
syslumadurinn (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 23:38
Er onnur a salinni!!!! (svona reyna ad vera med
Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 17.5.2007 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.