afmæli afmæli afmæli!!!!!

Nú er drengurinn að verða þrítugur í næsta mánuði, nánar tiltekið þann 18. júlí nk. og mig langar ægilega til að halda uppá það með pompi og pragt. Nú eru góð ráð dýr því mig vantar uppástungur um hvað maður gerir til að halda uppá soleiðis tímamót.
Öll hjálp væri vel þegin. nota bene, ég er ekki að fara að ráða Elton John til að spila í afmælinu mínu. Það er ekki af því að ég hafi ekki efni á honum heldur vill ég ekki vera að ráða einhverja amatöra til að halda uppi stuðinu.

Látið nú hugmyndunum rigna inn!!!!

4

Lag dagsins er Party Hard með Andrew W.K.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það getur ekki verið að þú sért að verða þrítugur, litli frændi. Ég legg annars til að þú berir þetta undir Meysalinga á síðunni okkar. Þar verður þér ekki í kot vísað með góð ráð.  

Vigdís frænka (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 13:01

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Gott lambalæri - þar sem nauðsynleg áhöld eru til staðar.

Nú, eða klámmyndin "Three Amigos" á dvd.

Ingvar Valgeirsson, 19.6.2007 kl. 15:49

3 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

Af hverju ræðirðu ekki Elton af því að spila í veislunni? Skilst að hann sé spenntur!! Fyrst Ingvar er að tala um klámmyndir þá mæli ég með þrekvirkinu Piss´n Champagne!

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 19.6.2007 kl. 15:57

4 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Helgarferð, ekki spurning! ... hugmyndasmiðirnir hér að ofan kunna nú örugglega 1-2 lög og gætu kannski skemmt þér á afmælinu!

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 20.6.2007 kl. 13:45

5 Smámynd: Sveinn Guðgeir Ásgeirsson

Já nú er ég alveg mát ætli það sé ekki best að taka sér frí frá spilamennsku þann dag og slappa af þar til um kveldið og halda rosa partý??????

Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 20.6.2007 kl. 16:12

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ja, klámmyndin "My girlfriend´s nuts", sem er úr transgeiranum, kemur sterk inn. Svo skilst mér að kappann vanti líka nyja skó, allavega á hægri fót.

Ingvar Valgeirsson, 23.6.2007 kl. 13:15

7 Smámynd: Ingi Valur Grétarsson

Já, Ingvar hitti naglann á höfuðið, nýir skór væru vel þegnir. Einnig virðist mig vanta nýja skyrtu og jakka. Ég var nú samt meira að hugsa um hátíðarhöld frekar en hvað ÉG ætti að gera. Nú væri ráð að bjóða fólki í glas og hafa gaman.

Ingi Valur Grétarsson, 23.6.2007 kl. 23:32

8 Smámynd: Sveinn Guðgeir Ásgeirsson

Innilega til hamingju með afmælið elsku kúturinn minn

Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 18.7.2007 kl. 14:59

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Til hammó með ammó og velkominn á fertugsaldurinn, gamli sveppur.

Ingvar Valgeirsson, 18.7.2007 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband