í stuttu máli sagt:meðalverð á Galloni af bensíni í Bandaríkjunum er $3,162 samkvæmt þessari síðu hér: http://tonto.eia.doe.gov/oog/info/gdu/gasdiesel.asp
Gallonið eru 3,7854118 LítrarÞað gerir um það bil 83 og hálft cent á lítramiðað við gengið á dollar í dag sem er 67,76 ISK.
Semsagt 56,63 krónur á lítrann !!!!!
Mér þykir ólíklegt að það sé nánast þrefalt dýrara að halda úti eldsneytissölu á þessu litla skeri okkar.
Hvað ætli þurfi að líða langur tími þar til fólk fær sig fullsatt af þessu bulli??
Bensínið í 141,80 kr. og dísil í 149,80 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
vááá það datt barasta af mér andlitið en gott að sjá þig aftur í blogglandi og vonandi kemur meira
Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 9.3.2008 kl. 21:25
Ég er löngu búinn að fá mig fullsaddannnnnn. Ætla í framtíðinni að eiga viðskipti við Atlantsolíu, sem eru minnst okrandi. Ef ég neyðist til að versla við aðra kaupi ég bara bensín - ekkert snickers, þeir græða nóg á bensíninu.
Spurning um að fá sér vespu?
Ingvar Valgeirsson, 9.3.2008 kl. 22:44
Ingvar ég sé þig alveg fyrir mér rúntandi niðrá Döbb með gítar og mixer á bakinu á vespu... Talað var um það í dag í útvarpinu að þeir reikna með að olíutunnan gæti dottið í 200 dollara á þessu ári... það þarf bensín á vespur frekar kaupi ég mér hest heyið er víst ódýrara en bensínið!!!
Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 11.3.2008 kl. 22:46
Ég er líka búinn að fá mig fullsaddann af þessu verði hérna. Ég er virkilega að hugsa um að kaupa mér bara traktor það er allavega hægt að setja litaða olíu á þá, tekur langann tíma að komast á milli staða en samt myndi láta mig hafa það
Birgir Örn Hauksson, 25.3.2008 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.