Bensínið 3falt dýrara hér en í USA

í stuttu máli sagt:meðalverð á Galloni af bensíni í Bandaríkjunum er $3,162 samkvæmt þessari síðu hér: http://tonto.eia.doe.gov/oog/info/gdu/gasdiesel.asp

Gallonið eru 3,7854118 LítrarÞað gerir um það bil 83 og hálft cent á lítramiðað við gengið á dollar í dag sem er 67,76 ISK.

Semsagt  56,63 krónur á lítrann !!!!!

Mér þykir ólíklegt að það sé nánast þrefalt dýrara að halda úti eldsneytissölu á þessu litla skeri okkar. 

Hvað ætli þurfi að líða langur tími þar til fólk fær sig fullsatt af þessu bulli?? 


mbl.is Bensínið í 141,80 kr. og dísil í 149,80
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Guðgeir Ásgeirsson

vááá það datt barasta af mér andlitið en gott að sjá þig aftur í blogglandi og vonandi kemur meira

Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 9.3.2008 kl. 21:25

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég er löngu búinn að fá mig fullsaddannnnnn. Ætla í framtíðinni að eiga viðskipti við Atlantsolíu, sem eru minnst okrandi. Ef ég neyðist til að versla við aðra kaupi ég bara bensín - ekkert snickers, þeir græða nóg á bensíninu.

Spurning um að fá sér vespu?

Ingvar Valgeirsson, 9.3.2008 kl. 22:44

3 Smámynd: Sveinn Guðgeir Ásgeirsson

Ingvar ég sé þig alveg fyrir mér rúntandi niðrá Döbb með gítar og mixer á bakinu á vespu... Talað var um það í dag í útvarpinu að þeir reikna með að olíutunnan gæti dottið í 200 dollara á þessu ári... það þarf bensín á vespur frekar kaupi ég mér hest heyið er víst ódýrara en bensínið!!!

Sveinn Guðgeir Ásgeirsson, 11.3.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Birgir Örn Hauksson

Ég er líka búinn að fá mig fullsaddann af þessu verði hérna. Ég er virkilega að hugsa um að kaupa mér bara traktor það er allavega hægt að setja litaða olíu á þá, tekur langann tíma að komast á milli  staða en samt myndi láta mig hafa það

Birgir Örn Hauksson, 25.3.2008 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband